Kvistar

BerjasalaRSS

Berjasala

 

Garðyrkjustöðin Kvistar ræktar og selur jarðarber, hindber, brómber og kirsuber.  Við erum með heimasölu og sendum berin einnig á markað til Reykjavíkur.

Þegar berjaskiltið birtist út við þjóðveg er berjasalan hafin hér á hlaðinu hjá okkur.  Opið er alla daga hjá okkur kl. 10 - 18 í maí og fram í september.

Berjaræktin hófst árið 2010 en fyrstu berin sendum við á markað 2011

Berjaræktunin fer öll fram í upphituðum gróðurhúsum alls 3000 m2.  Uppskeran er frá maíbyrjun og fram í september.  Berin eru tínd daglega af plöntunum beint í öskjurnar.

Á Kvistum, eru bíflugur notaðar við frjóvgun blómanna og lífrænar varnir ef meindýr valda skaða í ræktuninni.

Okkar góða vatn og hæfilega háa hitastig veldur rólegum þroska berjanna svo berin eru safarík og bragðgóð.

Jarðarber 200 gr í öskju.

Hindber 125 gr í öskju.

Brómber 125 gr í öskju.

 

Hafa samband

Garðyrkjustöðin Kvistar

   * Lyngbraut 1, 801 Selfossi (dreifbýli)
   * Sími: 486 8633
   * GSM: 694 7074
   * Netfang: gardkvistar@simnet.is
   * Sjá kort

Heim Plöntulisti Berjasala